9,5 prósenta eignarhlutur í Íslandsspilum, sem áður var í eigu SÁÁ, skiptist jafnt á milli Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar SÁÁ hætti þátttöku í rekstri spilakassa í eigu Íslandsspila.

Spilakassar hér á landi eru reknir af annars vegar Happdrætti Háskóla Íslands og hins vegar Íslandsspilum, sem áður voru í eigu Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ. Hið síðastnefnda sagði sig frá rekstrinum í lok síðasta árs og gekk útgangan í gegn í apríl á þessu ári.

Eftir að SÁÁ hætti rekstri spilakassanna á Landsbjörg 31,25 prósenta eignarhlut í Íslandsspilum og Rauði krossinn 68,75 prósent. Heildar happdrættistekjur Íslandsspila árið 2019 voru 1.240 milljónir.