Í dag var á Al­þingi sam­þykkt breyting á barna­lögum sem heimilar skipta bú­setu barna. Breytingin var lögð fram af dóms­mála­ráð­herra.

Hún fagnar breytingunni á sam­fé­lags­miðlum í til­kynningu og nefnir þar nokkur ný­mæli sem má finna í frum­varpinu eins og nýtt á­kvæði um heimild til að semja um skipta bú­setu barns og nýtt á­kvæði um sam­tal að frum­kvæði barns. Þá segir hún að það séu og að í frum­varpinu sé að finna breytingu á á­kvæðum um fram­færslu og með­lag þar sem lögð sé á­hersla á aukið samnings­frelsi for­eldra.

„Kerfið hefur í lengri tíma ýtt undir mis­munandi stöðu for­eldra sem ala barn sitt upp í góðri sátt á tveimur heimilum. Þau eiga að búa við sam­bæri­­leg skil­yrði sé það barninu fyrir bestu,“ segir Ás­laug Arna í til­kynningunni.

Á þingi í dag þakkaði hún alls­herjar- og mennta­mála­nefnd fyrir vinnu við frum­varpið.

„Um langa hríð hefur kerfið ýtt undir mis­munandi stöðu for­eldra sem ala börn upp í full­kominni sátt og ýtir þar undir á­greining sem þarf ekki að vera þar sem annað for­eldrið er í mun betri stöðu varðandi upp­lýsingar til um barn sitt, að­gang að hinni ýmsu og er einu sinni ekki með skráð að sé for­eldri barns,“ sagði Ás­laug og að með breytingunum væri verið að breyta því.

Hún sagði að það kerfi sem við búum við þurfi að vera til fyrir ólík fjöl­skyldu­mynstur og að það megi ekki þvælast fyrir þegar tveir aðilar hafi á­kveðið, í sátt, að deila á­byrgð og upp­eldi.

Hún sagði að breytingarnar taki ekki gildi fyrr en næstu ára­mót vegna þess að það þurfi tíma til að fara yfir ýmsar reglu­gerðir til að gæta þess að þær séu í sam­ræmi við þessar breytingar.

Hægt er að kynna sér frum­varpið hér.