Boris Pro­kos­hev, fyrr­verandi skip­stjóri, var í á­falli þegar hann komst að því að það hefði verið hann og skip­verjar um borð í skipinu MV R­hosus sem fluttu 2750 tonn af ammoníum­nítrati til Beirút árið 2014.

AP frétta­stofan náði í Pro­kos­hev en líkt og al­þjóð veit sprakk ammoníum­nítratið í loft upp með geig­væn­legum af­leiðingum nú á dögunum. Að minnsta kosti 135 manns eru látnir og fleiri en 5000 manns slasaðir. Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá eru Líbanar yfir­völdum bál­reiðir.

Í frétt AP kemur fram að ammoníum­nítratið hafi átt að fara til Mozambík. Þar átti að nota það sem á­burð eða nýta það til sprengju­efna­gerðar í kola­námum.

Pro­kos­hev, sem er núna 70 ára gamall og á eftir­launum í Rúss­landi, gekk til liðs við á­höfn skipsins í Tyrk­landi árið 2013. Hann segir að þá­verandi eig­andi skipsins, rúss­neski auð­jöfurinn Igor Grechus­hkin, hafi borgað skip­verjum milljón banda­ríkja­dollara til að flytja hættu­lega farminn frá Georgíu til Mozambík.

Skipið kom svo við í Beirút þar sem skip­verjar ætluðu sér að taka um borð þunga­vélar, til að græða á flutningunum. Farmurinn reyndist hins­vegar of þungur fyrir skipið og neituðu skip­verjar að flytja vélarnar.

Líbönsk yfir­völd gerðu skipið svo upp­tækt þegar fé­lagið borgaði ekki hafnar­gjöld. Skipið yfir­gaf höfnina ekki eftir það. Pro­kos­hev og þrír aðrir á­hafnar­með­limir neyddust til að húka um borð í skipinu vegna út­lendinga­lög­gjö­far í Líbanon.

Í sam­tali við AP segir hann að þeir hafi neyðst til að dvelja um borð í skipinu í ellefu mánuði. Hafnar­yfir­völd hafi séð þeim fyrir mat af vor­kunn­semi. Hann hafi selt elds­neyti og nýtt gróðann sem fékkst af því til að ráða lög­fræðinga sem hafi fengið á­höfnina frelsaða af mann­úðar­á­stæðum árið 2014.

Niður­staða dómsins var sú að mönnunum yrði leyft að yfir­gefa skipið vegna „þeirrar gífur­legu hættu sem skip­verjar væru í miðað við hve hættu­legur farmur þeirra væri.“

Farmurinn, hið gífur­lega hættu­lega ammoníum­nítratið var þá flutt í vöru­skemmuna, eftir að skip­verjar sneru aftur til síns heima í Úkraínu, og var þar í sex ár, eða allt þar til það sprakk í loft upp síðast­liðinn þriðju­dag.

„Það er hræði­legt að fólk hafi látið lífið; þau höfðu ekkert með þetta að gera. Og ég geri mér grein fyrir því að það var ríkis­stjórn Líbanon sem olli þessu,“ segir fyrr­veradi skip­stjórinn.

Hér að neðan má horfa á viðtal breska ríkisútvarpsins við fyrrverandi skipstjórann: