Frá og með deginum í dag þurfa íbúar Þýskalands yfir átján ára aldri að greiða fyrir skimun fyrir kórónaveirunni.

Ákvörðun þesss efnis var samþykkt af Angelu Merkel í ágúst í samstarfi við ríkisstjórnina.

Fráfarandi heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, ræddi þessa ákvörðun í samtali við þýska fjölmiðla í dag.

„Með því að hætta með ókeypis skimanir erum við að hugsa um hag skattgreiðanda,“ sagði Spahn meðal annars.

„Flestir þeirra sem þurfa að fara í skimun gætu verið fullbólusettir. Fyrir vikið verður skimun aðeins ókeypis fyrir þá sem eiga ekki að vera bólusettir, eins og börn og unglingar.“