Stefnt er að því að skima fyrir kórónu­veirunni í þeim sem koma til landsins eftir 15. júní í að minnsta kosti sex mánuði. Mögu­legt er að á næstu fjórum mánuðum verði hægt að auka af­kasta­getu Land­spítala upp í fjögur þúsund sýni á dag.

Eins og greint hefur verið frá féllst heil­brigðis­ráð­herra á til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varnar­læknis, sem fjallað var um á ríkis­stjórnar­fundi í morgun, um breytingu á reglum um komur ferða­manna til Ís­lands. Far­þegum mun þá standa til boða að fara í sýna­töku við landa­mæra­stöð á Kefla­víkur­flug­velli og telur sótt­varnar­læknir nauð­syn­legt að þessi ráð­stöfun verði í gildi í að minnsta kosti sex mánuði.


Því eru allar líkur á að ferða­menn sem koma til Ís­lands fyrir 15. desember næst­komandi þurfi að fara í skimun fyrir veirunni, fram­vísa jafn­gildu vott­orði um að vera lausir við veiruna eða að fara í tveggja vikna sótt­kví. Stefnt verður að þessu með mögu­leika á endur­skoðun á tíma­bilinu.

Við nú­verandi að­stæður telur veiru­fræði­deild Land­spítalans sig geta tekið og greint 500 sýni á dag fram í miðjan júlí. Sótt­varnar­læknir segir að með auknum tækja­búnaði, bættu hús­næði og auknum mann­afla megi hins vegar auka af­kasta­getu deildarinnar upp í um fjögur þúsund sýni á dag á næstu fjórum mánuðum.


Sótt­varnar­læknir segir ljóst að skimun við landa­mæri verði dýr í fram­kvæmd, hún þurfi mikla skipu­lagningu og nauð­syn­legt sé að kaupa tækja­búnað og auka af­kasta­getu veiru­fræði­deildar. „Upp­hafs­kostnaður sem felst í kaupum á tækjum, hús­næði og aukningu á mann­afla er hins vegar nauð­syn­leg fjár­festing sem skilar sér til fram­tíðar,“ segir í minnis­blaði hans.