Rúmlega ár er síðan COVID-19 kom fyrst upp í Kína en yfirvöldum þar í landi virðist hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum síðastliðna mánuði. Hluti af þeim árangri er eflaust vegna þess hversu margir hafa verið skimaðir fyrir veirunni en veiran virðist aftur hafa náð fótfestu víða.
Að því er kemur fram í frétt Guardian um málið hafa Kínverjar nú farið aðra leið til að skima fólk fyrir veirunni en í staðinn fyrir sýnatöku með pinna í nef og kok eru þeir byrjaðir að skima fyrir veirunni í gegnum endaþarm.
Veiran lifir lengur í endaþarmi
Ríkismiðillinn CCTV greinir frá því að endaþarmssýni hafi verið tekin úr íbúum ákveðinna hverfa í síðustu viku en slík sýni voru einnig tekin annars staðar þar sem faraldurinn virðist hafa náð fótfestu á ný.
Li Tongzeng, yfirlæknir á Youan spítalanum í Peking, sagði í samtali við BBC að endaþarmssýni væru nákvæmari heldur en önnur þar sem veiran lifir lengur í endaþarminum heldur en í öndunarfærum.
Þó er ekki gert ráð fyrir að slíkar sýnatökur verði notaðar í jafn miklum mæli og sýnatökur í nefi og hálsi.
China rolls out anal swab coronavirus tests, saying it’s more accurate than throat method https://t.co/TZoA17mgbM
— The Washington Post (@washingtonpost) January 27, 2021