Rúm­lega ár er síðan CO­VID-19 kom fyrst upp í Kína en yfir­völdum þar í landi virðist hafa tekist að halda far­aldrinum í skefjum síðast­liðna mánuði. Hluti af þeim árangri er ef­laust vegna þess hversu margir hafa verið skimaðir fyrir veirunni en veiran virðist aftur hafa náð fót­festu víða.

Að því er kemur fram í frétt Guar­dian um málið hafa Kín­verjar nú farið aðra leið til að skima fólk fyrir veirunni en í staðinn fyrir sýna­töku með pinna í nef og kok eru þeir byrjaðir að skima fyrir veirunni í gegnum enda­þarm.

Veiran lifir lengur í endaþarmi

Ríki­smiðillinn CCTV greinir frá því að enda­þarms­sýni hafi verið tekin úr í­búum á­kveðinna hverfa í síðustu viku en slík sýni voru einnig tekin annars staðar þar sem far­aldurinn virðist hafa náð fót­festu á ný.

Li Tongzeng, yfir­læknir á You­an spítalanum í Peking, sagði í sam­tali við BBC að enda­þarms­sýni væru ná­kvæmari heldur en önnur þar sem veiran lifir lengur í enda­þarminum heldur en í öndunar­færum.

Þó er ekki gert ráð fyrir að slíkar sýna­tökur verði notaðar í jafn miklum mæli og sýna­tökur í nefi og hálsi.