Strangheiðarleg fjölskylda tilkynnti lögreglunni á dögunum að þau hefðu tekið upp tvo poka sem þau töldu vera ruslapoka en í pokunum reyndist vera tæplega ein milljón bandarískra dollara.

Channel 6 News í Richmond, Virginíu, fjallar um málið í dag.

Þar segjast þau hafa keyrt á poka sem þau töldu fullan af rusli en nokkrum metrum lengra mátti sjá annan slíkan poka.

Þau skelltu pokunum aftan á bílinn hjá sér en þegar þau fóru að skoða pokana betur komust þau að því að þarna voru fullir pokar af peningum.

Fjölskyldan hringdi á lögregluna sem sótti peningana en talið er að þetta hafi verið starfsmaður póstþjónustu að ferðast með peningana.