Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, reiknar með að skila um­sögn ráðu­neytisins um drög að skýrslu Ríkis­endur­skoðunar um sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka síðar í dag. Þetta sagði hann í sam­tali við Frétta­blaðið að loknum ríkis­stjórnar­fundi í morgun.

Bjarni segir um­sögnina sjálfa ekki vera langa en þó verði henni skilað inn. „Um­sögnin sem slík er ekki löng en það verða á­bendingar og eitt­hvað svo­leiðis í henni,“ sagði hann.

Ríkis­endur­skoðun fram­lengdi í gær um­sagnar­frest til 25. októ­ber að beiðni Banka­sölu Ríkisins.

Ríkis­endur­skoðun sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Banka­sýslu ríkisins og stjórn hennar til um­sagnar drög að skýrslu em­bættisins fyrir helgi og átti fresturinn að renna út á mið­viku­dag í þessari viku.

Í til­­­kynningu á fimmtu­­dag kom fram að trúnaður gildir um skýrslu­drögin og að ekki verði fjallað um þau efnis­­lega í um­­­sagnar­­ferlinu, hvorki af hálfu Ríkis­endur­­skoðunar né um­­­sagnar­­aðila.

Skýrslan átti fyrst um sinn að vera til­­­búin í júní, henni var síðan frestað til júlí, síðan ágúst og í septem­ber sagði ríkis­endur­­­skoðandi að búast mætti við að skýrslunni yrði skilað fyrir lok septem­ber, enda væri skýrslan á loka­­­metrum. Í lok septem­ber frestaðist hún síðan enn og aftur.

Tals­vert hefur verið deilt um fram­­kvæmd sölunnar á hlut ríkisins í Ís­lands­banka. Þá hefur sætt gagn­rýni að starfs­­fólk og hlut­hafar hjá fjár­­mála­­stofnunum sem sáu um sölu bankans hafi sjálft fengið að kaupa hlut í bankanum.

Með­limir stjórnar­and­­stöðunnar vildu fá sér­­s­taka rann­­sóknar­­nefnd á vegum Al­þingis til að leggja mat á söluna en við því var ekki orðið.