Staðan á Íslandi er góð núna segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fáir séu að greinast á landamærunum og innanlands hafa allir sem greinast í þessari viku verið í sóttkví. Hann skilaði tveimur minnisblöðum í dag, eina með tillögur að innanlandsaðgerðum og aðra að aðgerðum á landamærum.

Þórólfur segja bólusetningarnar vera á góðri leið og núna séu um 95 prósent allra 50 ára og eldri komnir með allavega eina sprautu. Undir 40 ára er hlutfallið um 40 prósent.

„Við erum komin með gott hjarðónæmi, það er alveg klárt en við erum kannski ekki komin með alveg fullt hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa, ég myndi gjarnan vilja sjá svona 60-70 prósent þátttöku þar og við erum bara að ná því núna á næstu tveimur vikum eða svo,“ segir hann.

„Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur bara hægt og örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið eitthvað bakslag í þennan yngri aldurshóp,“ segir Þórólfur. „Við viljum ekki sjá það gerast þegar við erum að komast yfir marklína að við rekum tærnar í og dettum.“