Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslunni á höfuð­borgar­svæðinu, segir ó­venju­lega mikið að gera hjá heilsu­gæslunni núna vegna um­gangs­pesta en segir fólk þó ekki koma eins snemma og áður. Þau séu að taka á móti fólki sem þurfi að vera hjá þeim.

„Það er hellingur að gera hjá okkur. Mikið af pestum og um­gangs­pestum í gangi. Það er inflúensan, Co­vid, streptó­kokkar og RS,“ segir Ragn­heiður en í til­kynningu frá heilsu­gæslunni er fólk hvatt til þess að halda sig heima og skoða upp­lýsingar um hinar ó­líku pestar á vef Heilsu­veru. Tilkynningin er hluti af átaki heilsugæslunnar Heima er pest og er tilgangur þess að minna á sóttvarnir.

„Þar getur fólk fengið ráð­leggingar um við­brögð við ein­kennum og hve­nær þörf er á að heim­sækja okkur. Þessar pestir eru yfir­leitt veiru­sýkingar sem ganga yfir en þær geta varað í þó nokkra daga. Þá er best að sýna sér mildi og láta fara vel um sig heima fyrir.“

Margir að biðja um vottorð

Ragn­heiður telur að það sé þörf á að koma þessum skila­boðum út sam­fé­lagið þegar svona álag er því fólk stundum hefur ekki al­mennan skilning á því að það geti tekið allt að tíu daga að jafna sig á svona pest.

„Fólk er eftir tvo daga komið með nóg og vill fara út. En það er ekki nóg þegar um er að ræða veiru­sýkingu,“ segir Ragn­heiður.

„En það er líka mikið álag vegna beiðna frá fólki um vott­orð. Það eru allt að 30 á dag og það tekur auð­vitað tíma fyrir starfs­fólk að taka niður upp­lýsingar og skrá það,“ segir Ragn­heiður sem biðlar til at­vinnu­rek­enda að sýna því skilning að það séu pestar í gangi og að krefja fólk ekki endi­lega um vott­orð.

En að sjálf­sögðu viljum við fá fólk með bráð veikindi og ein­kenni á heilsu­gæsluna

Hún segir í raun skila­boð á­taksins þrí­þætt, það er að vera heima, að koma ekki of snemma á heilsu­gæsluna og að at­vinnu­rek­endur sýni því skilning að það sé ó­venju mikið af um­gangs­pestum í gangi

„En að sjálf­sögðu viljum við fá fólk með bráð veikindi og ein­kenni á heilsu­gæsluna. Ef fólk finnur fyrr miklum and­þyngslum, er búið að vera veikt lengi eða er með hita lengi. Okkur finnst þessi skila­boð vera að skila sér og þau sem skila sér á heilsu­gæslu­stöðina virki­lega eiga erindi. Það er já­kvætt að her­ferðin hafi skilað því,“ segir Ragn­heiður.

Sem hluti af á­taki heilsu­gæslunnar ætla í­búar á hjúkrunar­heimilinu Grund við Blóm­valla­götu að sauma út með kross­saumi í dag „Heima er pest“ og „Ekki fá niður­gang í bílnum“. Verk­efnið er hluti af aug­lýsinga­her­ferðinni „Heima er pest“ sem Heilsu­gæslan stendur fyrir en henni er ætlað að hvetja fólk sem er með al­mennar um­gangs­pestir, eins og flensu eða ælu­pest, til að halda sig heima til að draga úr því mikla á­lagi sem verið hefur á heilsu­gæslu­stöðvum og einnig til að sporna við smitum á milli manna í þessu sýkinga­fári.