Á­ætlun leiðar 3 hjá Strætó verður skert í dag í dag, mánu­daginn 24. janúar. Í tÍ stað þess að leiðin aki á 15 mínútna fresti yfir háanna­tímann, milli klukkan 7 og 9 og 15 og 18, þá verður ekið á 30 mínútna fresti allan daginn.

Í til­kynningu frá Strætó kemur fram að gripið sé til þessarar skerðingar vegna fjölda vagn­stjóra hjá Strætó bs. sem eru í sótt­kví eða ein­angrun vegna CO­VID-19.

Þá hefur veiran einnig á­hrif á strætó­leiðir 58 og 82 á Snæ­fells­nesinu, en morgun­ferðir leiðanna verða felldar niður vegna mann­eklu.

Fylgst verður náið með stöðunni og til­kynnt verður um öll hugsan­leg frá­vik inn á heima­síðu Strætó.