Á sunnu­daginn tekur gildi sumar­á­ætlun og síðari hluti að­halds­að­gerða Strætó. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Strætó en breytingarnar eiga um leiðir 6, 19 og 28 og munu sam­kvæmt því leiðir 19 og 28 frá sunnu­degi aka á hálf­tíma fresti í stað 15 mínútna fresti og mun leið 6 aka á fimm­tán mínútna fresti í stað tíu mínútna fresti.

Sam­kvæmt til­kynningu Strætó tekur sumar­á­ætlunin gildi ör­lítið fyrr þetta árið vegna að­halds­að­gerða þeirra en sam­kvæmt þeim verða síðustu kvöld­ferðir klipptar af leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 18.

Jóhannes Svavar Rúnars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það eina sem geti breytt því að þessar breytingar taki gildi er inn­spýting fjár­magns í rekstur Strætó en þau komu mjög illa út úr Co­vid-far­aldrinum.

„Þetta er ekki gott. Það þarf aukið fé frá ríkinu eða yfir­völdum. Það eru miklar kostnaðar­hækkanir og svo hafði Covid áhrif en tekju­missirinn var mikill,“ segir Jóhannes um það hvað þurfi til að koma í veg fyrir þessar breytingar.

Spurður hvort að hann eigi von á því að það muni koma inn auka fjár­magn segir hann það ó­víst en að Strætó sé í stöðugu sam­tali við yfir­völd.

„Við erum alltaf í sam­tali en við erum alltaf að reyna og vonandi skilar það ein­hverju. En það verður að koma í ljós.“

Hann segir að það hafi verið reynt að hafa sem minnst á­hrif á not­endur með því að taka af seinustu ferðunum.

Hann segir að mögu­lega verði hægt að snúa þessu við í haust ef að það kemur meira fjár­magn en annars geti not­endur átt von á því að þessar breytingar gildi til árs­loka.

„Ef hagurinn vænkast ekki þá getur vel verið að við látum þetta gilda út árið. Það á eftir að koma í ljós.“

Síðustu ferðir fjölda leiða eru nú fyrr en þær voru áður.

Fyrri hluti tók gildi á sunnudag

Til­kynnt var um fyrri hluta að­halds­að­gerða fyrir helgi en sam­kvæmt þeim hætta tíu leiðir, 7, 11, 12, 15, 19, 22, 23, 28, 35 og 36 fyrr á kvöldin og leið 24 ekur á hálf­tíma fresti á háanna­tíma í stað þess að að aka á korters­fresti. Þessar breytingar tóku gildi síðasta sunnu­dag.

Hér að neðan má sjá hvaða ferðir verða klipptar af í seinni að­halds­að­gerðum Strætó sem taka gildi á sunnu­dag.

Leið 1

Seinasta ferð frá Klukku­völlum til Hlemms fer kl. 23:35 í staðinn fyrir kl. 00:05

Seinasta ferð frá Hlemmi til Klukku­valla fer kl. 23:43 í staðinn fyrir kl. 00:13

Leið 2

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 22:52 í staðinn fyrir kl. 23:22

Seinasta ferðin frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:35 í staðinn fyrir kl. 00:05. (Á laugar­dögum og sunnu­dögum fer síðasta ferðin kl. 23:33)

Leið 3

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 23:21 í staðinn fyrir kl. 23:51 á virkum dögum og 00:21 á laugar­dögum.

Seinasta ferð frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:24 í staðinn fyrir kl. 23:54.

Leið 4

Seinasta ferð frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:18 í staðinn fyrir kl. 23:48

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 23:21 í staðinn fyrir kl. 23:51

Leið 5

Seinasta ferð frá Norð­linga­holti til Naut­hóls fer kl. 23:14 í staðinn fyrir kl. 23:44.

Seinasta ferð frá Naut­hól til Norð­linga­holts fer kl. 23:36 í staðinn fyrir kl. 00:06.

Leið 6

Seinasta ferð frá Egils­höll til Hlemms fer kl. 23:18 í staðinn fyrir kl. 23:48.

Seinasta ferð frá Hlemmi til Egils­hallar fer kl. 23:37 í staðinn fyrir kl. 00:07.

Leið 18

Seinasta ferð frá Hlemmi til Spangar fer kl. 23:16 í staðinn fyrir kl. 23:46.

Seinasta ferð frá Spöng til Hlemms fer kl. 23:09 í staðinn fyrir kl. 23:39. (Á laugar­dögum og sunnu­dögum fer síðasta ferðin kl. 23:06)