Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, hefur fallist á til­lögu Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varna­læknis, um lokun skemmti­staða og bara á höfuð­borgar­svæðinu. Þetta kemur fram á vef Stjórnar­ráðsins.

Lokunin er tíma­bundin og nær yfir fjóra daga, 18. - 21. septem­ber. Er þetta gert til að sporna gegn út­breiðslu CO­VID-19. Reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra vegna málsins hefur þegar tekið gildi.

Tekið er fram í minnis­blaði sótt­varna­læknis að af 38 smitum sem greinst hafi undan­farna þrjá sólar­hringa megi fjórðung þeirra rekja til heim­sókna á á­kveðnar krár og skemmti­staði í Reykja­vík í síðustu viku. Því þurfi að bregðast við sem fyrst með mark­vissum að­gerðum, til að koma í veg fyrir út­breiddan far­aldur með til­heyrandi af­leiðingum, að því er segir í minnis­blaðinu.

Að­gerðirnar eru stað­bundnar og ná til kráa og skemmti­staða í Reykja­vík, Kópa­vogi, Hafnar­firði, Garða­bæ, Mos­fells­bæ, Kjósar­hreppi og á Sel­tjarnar­nesi.

Til­lögur sótt­varna­læknis eru eftir­farandi:

  1. Frá og með 18. til og með 21. septem­ber 2020 verði krám og skemmti­stöðum í um­dæmi lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu lokað. Að þeim tíma liðnum verði opnun staðanna endur­metin með hlið­sjón af þróun hóp­sýkingarinnar.
  2. For­ráða­menn skóla og fyrir­tækja verði hvattir til að skerpa á sýkinga­vörnum í sam­ræmi við fyrir­liggjandi leið­beiningar.
  3. Á­fram verði hvatt til verndunar við­kvæmra hópa
  4. Ein­staklingar verði hvattir til notkunar and­lits­gríma sam­kvæmt fyrir­liggjandi leið­beiningum í að­stæðum þar sem ekki er hægt að við­hafa eins metra nándar­reglu og/eða loft­gæði eru slæm.
  5. Ein­staklingar verði sér­stak­lega hvattir til að við­hafa ein­stak­lings­bundnar sýkinga­varnir í sínu dag­lega lífi.
  6. Ein­staklingar með sjúk­dóms­ein­kenni sem benda til CO­VID-19 haldi sig til hlés og leiti eftir sýna­töku hjá heilsu­gæslunni.
  7. Ekki er mælt með breytingu á fjölda­tak­mörkunum eða eins metra nándar­reglu að þessu sinni.