Skemmti­ferða­skipinu Ocean Diamond var ó­vart siglt utan í tré­bryggjuna í Stykkis­hólmi snemma morguns þann 8. júní. Fyrst var greint frá á vefnum Skessu­horni.

Hrannar Péturs­son, hafnar­vörður í Stykkis­hólmi, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að skemmdirnar séu ekki veru­legur og hafi ekki á­hrif á burðar­þol bryggjunnar. Hann segir að starfs­maður Vega­gerðarinnar hafi komið í morgun til að meta skemmdirnar.

Hann segir að ekkert sé enn vitað hvað varð til þess að skipið fór utan í bryggjuna. Hann segir skip­stjórann mjög vanan og telur að um ó­happ hafi verið að ræða. Hann segir að­stæður hafi verið með besta móti.

„Þetta lítur mjög vel út og skemmdirnar eru ekki eins miklar eins og við óttuðumst. Burðar­virkið er allt úr 200 milli­metra há­bitum sem eru bognir og við þurfum því að fá nýja og skipta þeim út,“ segir Hrannar.

Hann segir að helsta hlut­verk bitanna sé að halda uppi þybbu­klæðningu utan á bryggjunni sem eru spýturnar sem eru utan á bryggjunni.

„Þetta hefur því engin á burðar­virkið sem slík. Aftur á móti beygluðust bitarnir þannig þeir draga dekkið niður. Það þarf að losa það upp og það er einn staur sem er farinn,“ segir Hrannar.

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond er 124 metrar að lengd og 16 metrar að breidd. Myndin er úr safni.
Mynd/Iceland Pro Cruises

Hefur ekki áhrif á mótttöku annarra skipa

Hrannar segir að þetta hafi engin á­hrif á mót­töku skipa við bryggjuna og frá því að ó­happið átti sér stað í morgun þá hafi eitt skip komið og að von sé á um 23 skipum til viðbótar.

Skemmdirnar eru á sex metra kafla og að sögn Hrannars er hægt að færa skipin sem eiga eftir að koma framar eða aftar við skemmdirnar.

„Þetta á ekki að hafa á­hrif á öryggi far­þega eða neinna sem eru á bryggjunni. Það er búið að girða af þar sem skemmdirnar eru, þannig þetta lítur ljómandi vel út miðað við allt og hvað við héldum í upp­hafi,“ segir Hrannar að lokum.

Skemmti­ferða­skipið Ocean Diamond siglir á milli Ís­lands og Græn­lands. Skipið er skráð í Bahamas en er gert út af fyrir­tækinu Iceland Pro Cru­ises. 210 gestir komast um borð, auk þess sem um 106 starfs­menn starfa um borð. Skipið er 124 metrar að lengd og 16 metrar að breidd.

Fréttin hefur verið lagfærð. Fyrst stóð að óhappið hefði átt sér stað í morgun, þann 12.júní, en það er ekki rétt. Óhappið varð þann 8.júní.