Norkst skemmtiferðaskip lenti í vanda við strendur Noregs í dag, nánar tiltekið á svæði sem heitir Hustadvika. 1.300 manns voru um borð í skipinu en fjórir þeirra hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna beinbrota og skurða. Vélarbilun varð í skipinu svo það rak upp að ströndinni. Með akkerum tókst hins vegar að koma í veg fyrir að það strandaði.

Nú er hins vegar útlit fyrir að skipstjórnendum hafi tekist að ná valdi á skipinu og það hefur siglt hægt frá landi. Á meðan þessu hefur gengið hefur fólk verið flutt með þyrlum úr skipinu og í land. Fregnir herma að tekist hafi að koma einni af vélum skipsins í gang.

Stórstjór er á staðnum og mikill vindur. Talað er um að ölduhæðin sé sex til átta metrar. Fyrir þær sakir hefur ekki verið hægt að nota báta til að koma fólkinu í skjól. Skipið var tekið í notkun 2017 og ber nafnið MV Viking Sky. 

Uppfært: Þótt skipið sé ekki strand er því þó enn einhver hætta búin. Tekist hefur að halda skipinu stöðugu en áfram er verið að ferja fólk í land.