Unnar voru skemmdir á að minnsta kosti átján bifreiðum Í Reykjanesbæ í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til þeirra sem hugsanlega sáu til mögulegra gerenda að hafa samband.

Frá þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum á Facebook-síðu sinni. Bifreiðarnar sem um ræðir stóðu við Hólabraut, Njarðargötu og Faxabraut. Að sögn lögreglu voru hliðarspeglar brotnir af bílunum í öllum tilvikum. Ljóst er að tjónið er mikið.

Lögreglan­ á Suðurnesjum biður þá sem urðu vitni að eða hafa upplýsingum um verknaðinn að hafa sam­band.

Lögreglan óskar eftir vitnum. Í nótt voru unnin eignaspjöll á að minnsta kosti 18 bifreiðum í Reykjanesbæ....

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Laugardagur, 26. september 2020