Skemmdar­verk voru unnin á „Trans-Jesú“ strætis­vagni Strætó í nótt. „Það er eins og ein­hver hefur krassað yfir hann með verk­færi. Þetta er bara eins og klór­för eigin­lega en ég veit ekki hvaða verk­færi hefur verið notað þarna,“ segir Guð­mundur Heiðar Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Strætó í sam­tali við Frétta­blaðið.

Aug­lýsinga­her­ferð Þjóð­kirkjunnar með „Trans-Jesú“ hefur vakið hörð við­brögð og fjar­lægði Þjóð­kirkjan m.a. aug­lýsinguna af Face­book síðu kirkjunnar og vef­síðu hennar í síðasta mánuði.

Skemmda­verk í skjóli nætur

Guð­mundur telur lík­legast að skemmda­verkið hafi verið unnið í skjóli nætur en ekki komst upp um skemmdirnar fyrr en um fjögur í dag þegar flota­full­trúi Strætó ætlaði að færa vagninn í Mjóddina.

„Hann er bara á leiðinni að koma vagninum í um­ferð. Hann fór í þvott klukkan þrjú í nótt og er búinn að standa þarna í allan dag. Sunnu­dagurinn er að­eins ró­legri hjá okkur og minni akstur en hann var að fara færa vagninn í Mjóddina, þegar hann sér þetta allt í einu,“ segir Guð­mundur.

„Hliðið er opið en okkur grunar að ein­hver hafi komið þarna í nótt. Svæðið er vaktað og við ætlum núna að kíkja yfir mynda­véla­efnið okkar. Þetta svæði ætti að vera á mynd.“

Guð­mundur segir að myndin verður löguð strax í fyrra­málið.

„Kirkjan kaupir átta vikna birtingu og við erum búin að bóka það að láta laga þetta í fyrra­málið. Þetta er ekki stórt tjón en al­gjör­lega ó­þarfi.“