Stjórn­völd í Lett­landi hafa á­kveðið að setja á fjögurra vikna út­göngu­bann vegna mikilla fjölgunar á Co­vid-smitum undan­farið. Einungis 54 prósent Letta hafa fengið í það minnsta einn skammt bólu­efnis og eru 49 prósent full­bólu­settir sem er með því lægsta í ríkjum Evrópu­sam­bandsins. Þar er meðal­talið 74 prósent.

Ný­­gengi smita innan­­lands í Lett­landi er nú 1.313 en er 186 hér á landi. Frá því í lok ágúst hefur smitum fjölgað stöðugt og er heildar­fjöldi þeirra nú um 190 þúsund en í­búar landsins eru 1,9 milljónir.

„Ég vil biðja þá sem þegar eru bólu­settir af­sökunar á að þurfa að axla þessa byrði. Og ég veit að það er erfitt. En þetta verður að vera með þessum hætti, þar sem aðrir eru ekki bólu­settir. Ef við berum ekki þessar byrðar er það slæmt fyrir okkur öll,“ sagði for­sætis­ráð­herrann Krisjanis Karins við blaða­menn í gær eftir neyðar­fund stjórn­valda þar sem á­kveðið var að setja á út­göngu­bann. Hann kennir lágri tíðni bólu­setninga um á­standið.

Her­maður bólu­settur í Lett­landi í maí.
Fréttablaðið/EPA

Verslunum, veitinga­stöðum, skólum og menningar­starf­semi þurfa að loka. Einungis mat­vöru­verslanir og apó­tek mega hafa opið og verður út­göngu­bannið í gildi frá klukkan átta á kvöldin til fimm á morgnana.

Á­lagið á heil­brigðis­kerfi landsins vegna fjölgunar smita er gríðar­legt og var það mat stjórn­valda að harðar að­gerðir væru það eina í stöðunni meðan tíðni bólu­setninga er jafn lág og raun ber vitni.