Mikið eldinga­veður gengur nú yfir Suður­land og mun mögu­lega ganga yfir norð­austan­vert landið síðar í dag. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Veður­stofunni hefur fólk hringt víða af Suður­landi til að láta vita af miklum þrumum og eldingum.

„Það voru skil að ganga yfir landið en þetta gengur lík­lega yfir þarna á næsta klukku­tímanum. Þetta er frekar ó­vana­legt,“ segir Þor­steinn V. Jóns­son veður­fræðingur hjá Veður­stofunni.

Á myndinni má sjá eldingar síðustu viku. Allt er rautt á Suðurlandi.
Mynd/Veðurstofa Íslands

Illugi Jökuls­son, rit­höfundur, segir á Face­book að allt skelfi og nötri af þrumum á Hellu og sam­kvæmt veður­fræðingi hafði kona hringt inn frá Heklu til að láta vita af miklum látum.

Á bæjar­skrif­stofu Rang­ár­þings ytra sagði starfs­maður að það hefði verið eins og hellt úr fötu og að lætin hefðu verið mikil.

Ef lesendur eiga myndir eða myndbönd af þrumuveðrinu þá er hægt að senda það á annað hvort ritstjorn@frettabladid.is eða í gegnum Facebook-síðu Fréttablaðsins hér.