Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilji ekki fjölga jöfnunarsætum til þingkosninga því þeir græði á kosningaskekkjunni.
„Það er ekki hægt að draga neina aðra ályktun,“ segir Logi.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær í viðtali við stærðfræðinginn Þorkel Helgason hefur verið skekkja í þrennum síðustu kosningum, sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa grætt á, í tvígang á kostnað Samfylkingar og eitt skipti á kostnað Pírata.
Ríkisstjórnin 2016 var mynduð á slíkri skekkju.
Logi bendir á að tillaga um fjölgun jöfnunarsæta hafi komið fram í vor þegar ný kosningalög voru til meðferðar á þinginu.
„Ríkisstjórnarflokkarnir allir þrír höfnuðu þessu og fyrir því er engin afsökun,“ segir Logi. „Það gæti allt eins farið svo að hið sama gæti gerst aftur núna í kosningunum.“