Lög­reglu­yfir­völd í Col­or­ado fylki í Banda­ríkjunum segja karl­manninn sem skaut sex manns til bana í af­mælis­veislu síðast­liðna helgi hafa verið í upp­námi yfir að hafa ekki fengið boð í af­mælið.

Maðurinn sem um ræðir hét Teodoro Ma­cias, og var 28 ára að aldri. Hann skaut kærustu sína, Söndru I­barra-Perez, til bana og síðan fimm ættingja sína áður en hann tók eigið líf.

Afbrýðisamur og skapstór

Á­rásin átti sér stað í hjól­hýsa­hverfi í Col­or­ado Springs á sunnu­daginn. Veislan var haldin til heiðurs þriggja ættingja en tveir þeirra létu lífið í á­rásinni.

Lög­regla segir Ma­cias hafa átt í deilum við ættingja sína vikuna á undan og að hann hafi verið „af­brýði­samur kærasti.“ Þá kom í ljós eftir á­rásina að Ma­cias hafi beitt kærustu sína of­beldi innan veggja heimilisins.

„Þegar Ma­ciasi var ekki boðið á fjöl­skyldu­sam­komuna á sunnu­dag brást hann við með því að hefja skot­á­rás,“ sagði full­trúi lög­reglu á blaða­manna­fundi. Ma­cias var ekki á saka­skrá fyrir á­rásina en sýndi merki um að eiga í vand­ræðum með skap sitt.

Börnin komin til ættingja

Þrjú börn, á aldrinum tveggja til ellefu ára, urðu vitni af á­rásinni en engu þeirra varð líkam­lega meint af. Búið er að koma öllum börnunum í hendur ættingja sinna að sögn lög­reglu.

Ma­cias hleypti 17 skotum af inni í hjól­hýsinu og varð Bræðrunum Mel­vin Perez, Jose I­barra og Jose Cruz að bana auk móður þeirra, Joana Cruz, og eigin­konu Mel­vin, Mayra Perez. Fórnar­lömbin voru á aldrinum 21 til 53 ára.