Viðbrögð landsmanna við Áramótaskaupinu voru að mestu jákvæð er marka má Twitter og Facebook.

Sumir fóru svo langt að segja að um besta skaup frá upphafi hafi verið að ræða en flestir voru sammála um að þetta væri að minnsta kosti það besta í mörg ár.

Flestir virðast einnig sammála um það að ádeilurnar hafi verið beittar og að ekki hafi hallað neitt sérstakleg á einhvern þar sem húmorinn hafi verið fjölbreyttur.

Guðni Halldórsson sem kom að gerð skaupsins birti skemmtilegt myndskeið frá vinnslu þess.

Spaugstofan kom saman í fyrsta skipti í langan tíma en það vakti athygli sumra að Randver var vissulega ekki með. Það kom þó fram í skaupinu að hann biðji að heilsa frá Tene og geta glöggir séð að hann var á skjá við hliðn spaugstofumanna að súpa á kokteil.

Saga Garðarsdóttir sem lék skaupinu var með hnefana á lofti á áður en það fór í sýningu.

Kristni Jóni Ólafssyni leyst vel á það hvernig notendamiðuð hönnun var notuð til þess að búa til lokalagið. Hann leggur einnig til að þessi verði endurnýtt til að skrifa næsta handrit.