Viðbrögð landsmanna við Áramótaskaupinu voru að mestu jákvæð er marka má Twitter og Facebook.
Sumir fóru svo langt að segja að um besta skaup frá upphafi hafi verið að ræða en flestir voru sammála um að þetta væri að minnsta kosti það besta í mörg ár.
Flestir virðast einnig sammála um það að ádeilurnar hafi verið beittar og að ekki hafi hallað neitt sérstakleg á einhvern þar sem húmorinn hafi verið fjölbreyttur.
Ok ég tilnefni þennan sketch um félag Cancelaðra til Óskarsverðlauna #skaupið
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) December 31, 2022
Besta #skaupið frá upphafi? pic.twitter.com/Ze328gG4dC
— Halli (@iamharaldur) December 31, 2022
Guðni Halldórsson sem kom að gerð skaupsins birti skemmtilegt myndskeið frá vinnslu þess.
Af því þið voruð svona jákvæð og skemmtileg þá er hér sma bak við tjöldin, vinstri rammi er klipp frá mér ásamt refrene af looki og hreyfingum og hægra megin er lokavinnslan eftir að @kristjanuk grafiker er búnað gera snilld #skaupið pic.twitter.com/qb2W84TO5o
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 1, 2023
Spaugstofan kom saman í fyrsta skipti í langan tíma en það vakti athygli sumra að Randver var vissulega ekki með. Það kom þó fram í skaupinu að hann biðji að heilsa frá Tene og geta glöggir séð að hann var á skjá við hliðn spaugstofumanna að súpa á kokteil.
Hvar er Randver!!! 😡😡😡 #skaupið pic.twitter.com/VvWchICwlr
— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) December 31, 2022
Besta skaup sem ég hef séð í áratugi! #skaupið
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) December 31, 2022
Okei #skaupið þvílík 💥💥💥 svo hárbeint, svo nauðsynlegt, svo ótrúlega fyndið.
— Miriam Petra - ميريام بترا (@mpawad) December 31, 2022
Ég er stolt af því að segja að ég contributaði smá með því að hjálpa frænku minni með egypska textann í lokalaginu 😎
Saga Garðarsdóttir sem lék skaupinu var með hnefana á lofti á áður en það fór í sýningu.
Nú er stutt í umdeildasta sjónvarpsþátt þjóðarinnar. Ég er til í að taka alla umræðu um hvað betur mætti fara á eina faglega stað internetsins; Linkedin. Sendið mér nótur ásamt ferilskrá og ég svara um hæl á ensku.
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) December 31, 2022
"ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa kiðfættu lufsu" 😂😂 #skaupið
— Lobba (@Lobbsterinn) December 31, 2022
Vá vá vá. Megi englar alheimsins rigna þúsund kossum og hæfævum yfir handritshöfunda og leikara skaupsins. #skaupið
— María Einarsdóttir (@majae) December 31, 2022
Fake norðlenski hreimurinn er svo slæmur, ég elska þetta #skaupið
— Mosi🤠 (@Frostpinni) December 31, 2022
Kristni Jóni Ólafssyni leyst vel á það hvernig notendamiðuð hönnun var notuð til þess að búa til lokalagið. Hann leggur einnig til að þessi verði endurnýtt til að skrifa næsta handrit.
Besta #skaupið! Vel gert að beita notendamiðaðri hönnun við gerð lokalagsins. Ef ekki nást samningar við sömu handritshöfunda fyrir 2023 legg ég til að handritið verði crowdsourcað & landsmenn beri þannig sameiginlega ábyrgð á útkomunni @RUVohf @StefanEiriks
— Kristinn Jón Ólafsson (@kristinnjo) January 1, 2023
Pylsa: Fars í svínahúð! Snilld!#skaupið #rúv #fars pic.twitter.com/2bCg45Fb3c
— Malin Brand (@mallabrand) December 31, 2022
Áramótaheitið mitt 2023: Segja eins marga frasa úr skaupinu og ég get. Sorrý með það... #skaupið
— Jana Birta (@artbyjanabirta) January 1, 2023