Skatt­heimta á hagnað af raf­myntum er sú næst­mesta í heiminum á Ís­landi sam­kvæmt nýrri greiningu raf­mynta­greiningar­fyrir­tækisins Coinclub. Að­eins belgíska ríkið tekur hærri hlut.

„Ís­lendingar bjóða ekki upp á mikið af í­vilnunum. Hækkandi skatt­hlut­fall kemur frekar snemma inn. Allur á­góði upp að 7 þúsund dollurum [986 þúsund krónur] hefur tæp­lega 40 prósenta skatt og allt yfir það 46 prósent,“ segir í greiningunni.

Ráð­leggur Coinclub fjár­festum í raf­myntum að halda sig frá Ís­landi. Önnur ríki þar sem skatt­lagning á raf­mynta­hagnað er mikil eru Ísrael, Filipps­eyjar og Japan. Þýska­land, Ítalía og Sviss eru hins vegar þau ríki sem eru vin­sam­legust fjár­festum.