Skattarann­sóknar­stjóri hefur fengið gögn frá Airbnb á Ír­landi um fast­eignir leigðar til út­leigu á Ís­landi í gegnum bókunar­vefinn.

Skatt­rann­sóknar­stjóri óskaði eftir gögnunum með bréfi í lok árs 2018 en gögnin bárust ekki fyrr en nú. Þetta kemur fram á vef skatta­rann­sóknar­stjóra.

„Með að­stoð írskra skatt­yfir­valda hafa em­bættinu nú borist gögn og upp­lýsingar um greiðslur til ís­lenskra skatt­þegna. Um er að ræða greiðslur að fjár­hæð alls kr. 25,1 milljarður vegna áranna 2015-2018,“ segir á vef em­bættisins.

„Nú þegar hefur farið af stað vinna innan em­bættisins við frekari greiningu gagnanna. Í fram­haldinu verður metið hvort þörf er á frekari að­gerðum af hálfu em­bættisins,“ segir þar enn fermur

Í febrúar 2018 á­ætlaði Hag­stofan að heildar­fjöldi gisti­n­átta á öllum tegundum gisti­staða hafi árið 2017 verið um 10.500.000, þar af hafi gisti­nætur á stöðum sem skipta við Airbnb verið um 1.700.000 að verð­mæti 14,7 milljarðar saman­borið við 11,8 milljarða árið 2016.