„Þetta er mjög brýnt mál,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, um skatt­lagningu er­lendra streymis­veitna á borð við Net­flix og Face­book. Hún segir að unnið hafi verið með al­þjóða­stofnunum, líkt og Efna­hags- og fram­fara­stofnuninni, að málinu.

„Við erum að leita leiða til að flýta þessari vinnu. Þetta hefur tafist hjá sam­starfs­aðilum okkar,“ segir Lilja. Verk­efnið hefur verið á borði bæði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytisins og ráðu­neytis hennar. Ráðu­neytin hafi kannað hvernig vinna megi hraðar í þessum málum.

„Við sjáum hvernig fjár­hæðir streyma út og við viljum jafna leikinn. Við erum að tala um þessar stóru efnis­veitur þar sem auð­vitað verið er að aug­lýsa, aug­lýs­endur eru þar sem fólkið er. Við viljum að það sé jafn­ræði milli þess að aug­lýsa innan­lands og hjá þessum er­lendu streymis­veitum,“ segir Lilja.Aug­lýsinga­tekjur streymi úr landi að hennar sögn og ekki séu greidd sömu skattar og skyldur af þeim líkt og ef aug­lýst er innan­lands. „Þarna viljum við jafna leikinn,“ segir Lilja.

Unnið hafi verið að þessu frá upp­hafi kjör­tíma­bils og hraða þurfi þeirri vinnu. Hún gerir ráð fyrir því að það verði gert fyrir lok kjör­tíma­bilsins og að fullur hugur sé í báðum ráðu­neytum, að ljúka þessu verk­efni sem fyrst. „Það er stefnan,“ segir ráð­herra.

„Við viljum bara flýta þessu. Þetta tekur of langan tíma og á meðan minnka tekjurnar, aug­lýsinga­tekjurnar til inn­lendu fjöl­miðlanna. Það verður að fara í þetta,“ segir Lilja.Hvað varðar tengsl milli þessa og frum­varps um að­stoð við einka­rekna fjöl­miðla segir Lilja: „Þetta tengist allt rekstrar­um­hverfi ís­lenskra fjöl­miðla sem sinna gríðar­lega mikil­vægu hlut­verki við að miðla fréttum og upp­lýsingum á ís­lenskri tungu, þannig að þetta er mikið hjartans mál.“

Upp­fært kl. 10:10: Í upp­haf­legu fréttinni var sagt að Net­flix greiddi ekki skatta hér á landi sem er ekki rétt. Sam­kvæmt Millu Ósk Magnús­dóttur, upp­lýsinga­full­trúi Lilju Daggar Al­freðs­dóttur, mennta- og menningar­mála­ráð­herra greiðir streymis­veitan skatta hér á landi og fyrir­hugaðar breytingar á skatt­lagningu streymis­veita og sam­fé­lags­miðla hefur ekki á­hrif á verð­lag á á­skriftum að Net­flix hér­lendis.