Tind­hólm, dótt­ur­fé­lag Sam­herj­a í Fær­eyj­um, hef­ur ver­ið kært til lög­regl­u af skatt­a­yf­ir­völd­um. Fé­lag­ið hef­ur þeg­ar end­ur­greitt rúm­leg­a 340 millj­ón­ir krón­a til fær­eyskr­a yf­ir­vald­a vegn­a van­gold­inn­a skatt­a. Þett­a kem­ur fram í frétt fær­eysk­a rík­is­sjón­varps­ins.

Sam­herj­i skráð­i sjó­menn á fisk­i­skip­um í Nam­ib­í­u líkt og þeir væru á far­skip­um í Fær­eyj­um en sam­kvæmt þar­lend­um lög­um fá út­gerð­ir skatt á­hafn­a end­ur­greidd­an. Tind­hólm­ur end­ur­greidd­i fær­eysk­a skatt­in­um 17 millj­ón­ir danskr­a krón­a, um 340 millj­ón­ir ís­lenskr­a krón­a, eft­ir að greint var frá mál­in­u í heim­ild­a­þætt­i fær­eysk­a rík­is­sjón­varps­ins. Þátt­ur­inn var unn­inn í sam­starf­i við Kveik, frétt­a­skýr­ing­a­þátt Rík­is­sjón­varps­ins.

Fær­eysk skatt­a­yf­ir­völd hófu ný­leg­a rann­sókn á fram­ferð­i Sam­herj­a og hafa nú kært það til lög­regl­u sam­kvæmt frétt­a­skýr­ing­a­þætt­in­um Dag­ur og vika, sem sýnd­ur var í fær­eysk­a rík­is­sjón­varp­in­u í kvöld. Þar kom einn­ig fram að ekki hafi ver­ið greidd­ur skatt­ur af laun­um á­hafn­ann­a í Nam­ib­í­u. Í þætt­in­um var rætt við lög­manninn Jógvan Pál Lassen, sem teng­ist mál­in­u, og sagð­i hann að Tind­hólm­ur hefð­i end­ur­greitt skatt­a­yf­ir­völd­um.