Klukkan hálf sex í gær­dag var til­kynnt um þjófnað úr skart­gripa­verslun í hverfi 101. Í dag­bók lög­reglu kemur fram að til­kynntur gerandi hafi verið hand­tekinn skömmu síðar og hann svo vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu.

Þá var til­kynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 101. Þjófurinn náði að sögn lög­reglu að hlaupa úr úr versluninni og inn í hús nærri henni. Þar voru höfð af­skipti af manninum.

Þá voru öku­menn víða um borg stöðvaðir vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna og akstur án réttinda.