Skarphéðinn Berg Steinarsson lætur af störfum sem ferðamálastjóri um áramótin. Lilja Dögg Alfreðsdóttir er búin að samþykkja lausnarbeiðni Skarphéðins.

Skarphéðinn tók starfinu í ársbyrjun 2018 og stígur því frá borði eftir fimm ár í starfi. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Hann var fyrr á þessu ári sakaður um ofbeldi og einelti af starfsmönnum Ferðamálastofu og barst formleg kvörtun undan stjórnunarhættum Skarphéðins.

Þrátt fyrir það var ákveðið að honum yrði ekki vikið frá störfum.

Embættið verður auglýst á næstunni og er skipað í starfið í fimm ár í senn.