Lykl­um að skáp­um í gamla karl­a­klef­um í Sund­höll Reykj­a­vík­ur er í­trek­að stol­ið og var á­stand­ið sér­stak­leg­a slæmt eft­ir síð­ust­u helg­i að sögn for­stöð­u­kon­u sund­laug­ar­inn­ar, Dríf­u Magn­ús­dótt­ur.

„Já það virð­ist vera vin­sælt að taka með sér lyk­il­inn heim, lík­leg­a til þess að eiga að­gang að sín­um klef­a næst­a dag eða ein­hver gleym­ir lykl­in­um í hönd­un­um á leið út. Þett­a er mis­mik­ið og eft­ir síð­ust­u viku var þett­a ó­venj­u slæmt,“ seg­ir Dríf­a í svar­i til Frétt­a­blaðs­ins um mál­ið.

Hún seg­ir að ekki sé hald­ið sér­stak­leg­a utan um kostn­að­inn sem þess­u fylg­ir en að hann fel­ist að­al­leg­a í vinn­unn­i sem felst í því að skipt­a út skrám og færa þær á mill­i.

„Við höf­um ekki ver­ið að hald­a utan um fjöld­a lykl­a sem hverf­a, þeir skil­a sér stund­um aft­ur og við erum að nota sömu skrárn­ar á mill­i skáp­a,“ seg­ir Dríf­a í svar­i sínu.

Hún met­ur það svo að ekki sé um að ræða stöð­u­gild­i eins og þess­u er sinnt í dag og að kostn­að­ur­inn sé ekki stór­a mál­ið, held­ur ó­þæg­ind­in sem þett­a skap­ar fyr­ir bæði sund­gest­i og starfs­menn.

„Ég vil samt taka það samt fram að það eru allt­af laus­ir skáp­ar sem hægt er að læsa með heng­il­ás, menn gætu jafn­vel not­að göml­u klef­an­a fyr­ir fat­a­skipt­in og svo geymt sitt dót í skáp með heng­il­ás með­an á sund­ferð­inn­i stendur,“ seg­ir Dríf­a að lok­um.

Lyklum stolið fyrir hálfa milljón í Grafarvogi

Þetta er ekki aðeins vandamál í miðbænum því greint var frá því á síðasta ári að lyklum hefði verið stolið fyrir hálfa milljón í Grafarvogslaug.