Erlent

Þrí­víðar sneið­myndir í lit

Nýtt sneið­myndar­tæki sem tekur þrí­víðar myndir af manns­líkamanum í lit gæti stór­aukið getu heil­brigðis­starfs­dólks til að veita ná­kvæma sjúk­dóms­greiningu.

Sneiðmyndatækið tekur þrívíðar litmyndir af mannslíkamanum.

Byltingar­kennt sneið­mynda­tæki sem tekur þrí­víðar lit­myndir af manns­líkamanum í hárri upp­lausn er af­rakstur ára­tuga vinnu fjöl­skyldufyrir­tækisins MARS Bioimaging frá Nýja Sjá­landi.

Feðgarnir Phil og Ant­hony Butler kynntu tækið í vikunni en það er þegar í notkun við rann­sóknir á krabba­meini og hjarta­sjúk­dómum. Út­breidd notkun skannans gæti stór­aukið getu heil­brigðis­starfs­fólks til að veita ná­kvæma og ein­stak­lings­miðaða sjúk­dóms­greiningu.

Tæknin sem skanninn notast við kallast Medipix-raf­skynjara­tækni.

Á sama hátt og svart­hvít filma gerir ekki greinar­mun á bylgju­lengd ljóss, gerir röntgen­tæknin sem nú er í al­mennri notkun ekki greinarmun á bylgju­lengd ljóssins, heldur einungis hversu vel eða illa líkams­vefur endur­varpar geislunum.

Líkt og litarfilma sem skynjar ekki að­eins styrk­leika ljóss heldur einnig bylgju­lengdir þess, mælir nýi skanninn raf­orku hverrrar frum­eindar á því augna­bliki sem geislinn fer um hana. Þessar upp­lýsingar segja til um efna­sam­setningu frum­eindarinnar og með þeim er því hægt að fram­kalla ná­kvæma mynd af innri starf­semi líkamans.

Tæknin sem skanninn notast við kallast Medipix-raf­skynjara­tækni og var þróuð út frá al­þjóð­legu sam­vinnu verk­efni Kjarn­rann­sókna­stofnunar Evrópu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Átta særðir eftir hnífa­á­rás í Þýska­landi

Erlent

Stálu gögnum frá 1,5 milljón manns

Erlent

Mynd­band af „frum­byggjanum í holunni“

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Gísli ráðinn í Árborg: „Besta niðurstaðan“

Innlent

Fella niður hátt í 70 óm­skoðanir á fyrstu viku

Innlent

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna

Innlent

Sema skammar „með­­­virkar gungur“ í Piu-málinu

Innlent

Rann­saka mengun í Hafnar­fjarðar­læk

Innlent

Mót­mæla hækkunum hjá Vatna­jökli og á Þing­völlum

Auglýsing