Vestfirðir

Skammtímaminni Íslendinga hræðilegt

Ekki óalgengt að tugir snjóflóða falli á veginn við Súðavíkurhlíð í óveðri líkt og var um helgina. Starfsmenn Vegagerðarinnar ítreka að ferðalangar fylgist vel með veðurspá sem geti breyst skyndilega.

Nýbúið var að ryðja veginn við Súðavíkurhlíð þegar blaðamaður Fréttablaðsins var þar á ferðinni í gærdag. Fréttablaðið/Aron Ingi

Alls féllu 33 snjóflóð á veginn við Súðavíkurhlíð um síðastliðna helgi. Ekki er óalgengt að svo mörg snjóflóð fallii á þessum slóðum við þessar aðstæður, að sögn Guðmundar Björgvinssonar, yfirverkstjóra þjónustustöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði. 

„Við erum vanir þessu, það snjóaði ekkert að ráði í fyrravetur þannig að fólk er fljótt að gleyma. Skammtímaminni Íslendinga varðandi veður er alveg hræðilegt. Svo tók það okkur sex og hálfan tíma að ryðja veginn og opna aftur fyrir umferð. Verklagið hefur verið óbreytt í áratugi, við lokum veginum þarna þegar það er snjóflóðahætta. “

Lokanir virtar að vettugi

Fregnir bárust af því að einhverjir hefðu virt lokanir á veginum um Súðavíkurhlíð að vettugi, sem Guðmundur segir aðeins gerast í undantekningum. 

 „Þetta er algjör undantekning að einhverjir fari þarna eftir lokun, við áttum ekki til orð. Lögreglan tók bara á móti þeim hinum megin og þeir voru gripnir á staðnum, það hafði sést til þeirra.“

Guðmundur segir veðrið vera slæmt í augnablikinu og að veðurspáin sé ekki hagstæð. 

„Það er mjög hvasst á norðvestur hluta Vestfjarða núna og spáin er slæm fyrir morgundaginn. Við hvetjum fólk til að fylgjast með aðstæðum, veðurspár breytast fljótt og fólk þarf að skoða vel áður en það leggur í hann, hvort það geti beðið aðeins til betra veðurs.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Vestfirðir

Sjó­kvía­eldi hér­lendis skrípa­leikur

Erlent

Írar kjósa frelsið

Kosningar 2018

„Við vorum kryddið í kosninga­bar­áttunni“

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Yngstu frétta­menn landsins halda fram­bjóð­endum á tánum

Kosningar 2018

Hætt við að mörg at­kvæði falli niður dauð

Innlent

Kjörsókn í borginni betri en fyrir fjórum árum

Kosningar 2018

Segir kjósendur VG ekki láta rigninguna á sig fá

Kosningar 2018

Lekur inn í kjör­klefa á Kjarvals­stöðum

Innlent

Gripinn glóðvolgur með umferðarskilti í Leifsstöð

Auglýsing