Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu í gær­kvöldi um mann sem var með skamm­byssu í Hafnar­firði. Eftir at­hugun lög­reglu kom hins vegar í ljós að um eftir­líkingu af Star Wars geisla­byssu var um að ræða.

Þá var einnig til­kynnt um mjög ölvaðan mann í mið­bænum sem var til vand­ræða. Maðurinn var ógnandi við gangandi veg­far­endur og meinaði fólki að fara inn á veitinga­staði. Ekki gekk að ræða við manninn sökum á­stands og var hann vistaður í fanga­geymslu.

Lögregla stöðvaði tvö öku­menn sem grunaðir voru um akstur undir á­hrifum fíkni­efna og voru báðir aðilar sviptir öku­réttindum. Málin eru ó­tengd.