Héraðs­dómur Reykja­víkur þing­festi í gær á­kæru yfir manni, sem er gefið að sök að hafa ítrekað brotið gegn vald­stjórninni, meðal annars með hótunum og líkam­legu of­beldi gegn lögreglumönnum.

Á­kærði er fæddur árið 1997 og sam­kvæmt á­kæru á hann að hafa brotið gegn vald­stjórninni, með því að hafa í septem­ber 2021, hótað lög­reglu­mönnum í­trekað líkams­meiðingum og líf­láti, bæði í lög­reglu­bíl og á lög­reglu­stöðinni við Hverfis­götu.

Þann 12. nóvember 2021 á á­kærði að hafa aftur hótað lög­reglu­mönnunum líkams­meiðingum og líf­láti. Einnig er honum gefið að sök að hafa skallað lög­reglu­mann í höfuðið með þeim af­leiðingum að lög­reglu­maðurinn hlaut heila­hristing sem og bólgu, roða og eymsli yfir vinstri auga­brún.

Þá á á­kærði, þann 25. nóvember sama ár, að hafa sparkað með hné sínu í höfuð lög­reglu­manns, með þeim af­leiðingum að lög­reglu­maðurinn hlaut mar yfir mjúka hluta vinstri eyra.

Í janúar 2022 á á­kærði að hafa enn og aftur hótað lög­reglu­mönnum líf­láti og skallað lög­reglu­mann, með þeim af­leiðingum að lög­reglu­maðurinn hlaut þreifi­eymsli og mar­á­verka á enni.

Þess er krafist að á­kærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar­kostnaðar.