Skjálfti að stærð 4,0 varð klukkan sex mínút­úr í átta, 2,5 kíló­metra austnorð­austur af Fagra­dals­fjalli. Frá því á mið­nætti hafa alls mælst um 700 skjálftar, þar af 12 yfir 3,0 að stærð.

Sá stærsti mældist 4,7 klukkan 00:19 um 3 kíló­metra suð­vestur af Keili og fannst hann víða, m.a. á Reykja­nesi og höfuð­borgar­svæðinu, austur á Hvols­völli og í Borgar­firði.

Elísa­bet Pálma­dóttir, náttúru­vá­sér­fræðingur á Veður­stofu Ís­lands, segir að skjálftarnir hafi flestir verið á sama svæðinu við Fagra­dals­fjall en þá hafi nokkrir skjálftar orðið við Núp­staðar­háls.

„Það hefur verið virkni þar frá 24. febrúar þannig þetta er ekkert ó­eðli­legt. Þegar við erum að tala um að við viljum ekki sjá skjálftana færa sig austar, þá erum við að tala austar en Kleifar­vatn, þetta er vestan við Kleifar­vatn. Þannig þetta er enn þá inn á þessu svæði sem við viljum hafa það," segir Elísa­bet.