Nýleg yfirlýsing Norðmannsins Magnusar Carlsen, um að hann íhugi að leika ekki fleiri keppnisskákir um heimsmeistartitilinn, veldur áhyggjum í skákheiminum.

Carlsen er fimmfaldur heimsmeistari og stigahæsti skákmaður heims til ellefu ára þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs.

„Það myndi draga úr vægi heimsmeistaraeinvígisins. Þess vegna vona ég innilega að Magnús tefli og verji titilinn. Það er viðeigandi að besti skákmaðurinn sé líka heimsmeistari,“ segir hollenska skákstjarnan Jorden van Foreest við norska dagblaðið Verdens Gang.

Carlsen sagði við Verdens Gang að líklega gefi hann frá sér heimsmeistaratignina, en undirstrikaði að það væri ekki hundrað prósent öruggt