Sveitarfélagið Skagafjörður fær ekki hættumat fyrir Varmahlíð eins og óskað var eftir í byrjun ágúst. Er það vegna aurskriðunnar sem féll í þorpinu í sumar.

Samkvæmt bréfi Umhverfisráðuneytisins er skriðan ekki skilgreind sem ofanflóð. Engu að síður sé þörf á að kanna betur uppruna grunnvatnsins sem gæti hafa valdið skriðunni.

Samkvæmt Veðurstofunni er mikið vatn í hlíðinni sem auki á skriðuhættu.

Byggðaráð Skagafjarðar sættir sig ekki við þetta svar og hyggst leita til lögmanns til að kanna lögmæti ákvörðunar ráðuneytisins.

„Byggðarráð telur röksemdafærslu ráðuneytisins fyrir höfnun ekki standast. Undrast ráðið að ráðuneytið hafi tekið að sér hlutverk hættumatsnefndar og framkvæmt sitt eigin hættumat,“ segir í bókun ráðsins