Mjög líklegt er að hlaup í Skaftá hefjist á næstu þremur sólahringum samkvæmt upplýsingum frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan hyggst funda vegna málsins síðar í dag til að meta stöðuna.   

„Það er ekki hafið hlaup í Skaftá en við erum búin að sjá breytingu í Eystri Skaftárkatlinum og það verður haldinn fundur hér í dag þar sem framvindan verður metin. Hlaupið mun líklega hefjast á einum til þremur sólarhringum. Það er eitthvað vatn að renna í Vatnajökli núna. Þetta verður því mögulega Skaftárhlaup,“ segir náttúruvásérfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Fréttablaðið í dag.

Síðast var Skaftárhlaup árið 2015. Hér að neðan má sjá myndskeið frá Veðurstofunni sem tekið var árið 2015 af Skaftárhlaupi við Sveinstind.