Innlent

Skaft­ár­hlaup yfir­vofandi á næstu sólar­hringum

Skaftárhlaup er yfirvofandi á næstu þremur dögum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fundað verður vegna málsins í dag.

Frá fyrra Skaftárhlaupi Fréttablaðið/Vilhelm

Mjög líklegt er að hlaup í Skaftá hefjist á næstu þremur sólahringum samkvæmt upplýsingum frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan hyggst funda vegna málsins síðar í dag til að meta stöðuna.   

„Það er ekki hafið hlaup í Skaftá en við erum búin að sjá breytingu í Eystri Skaftárkatlinum og það verður haldinn fundur hér í dag þar sem framvindan verður metin. Hlaupið mun líklega hefjast á einum til þremur sólarhringum. Það er eitthvað vatn að renna í Vatnajökli núna. Þetta verður því mögulega Skaftárhlaup,“ segir náttúruvásérfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Fréttablaðið í dag.

Síðast var Skaftárhlaup árið 2015. Hér að neðan má sjá myndskeið frá Veðurstofunni sem tekið var árið 2015 af Skaftárhlaupi við Sveinstind.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Innlent

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Auglýsing

Nýjast

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing