Innlent

Skaft­ár­hlaup yfir­vofandi á næstu sólar­hringum

Skaftárhlaup er yfirvofandi á næstu þremur dögum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fundað verður vegna málsins í dag.

Frá fyrra Skaftárhlaupi Fréttablaðið/Vilhelm

Mjög líklegt er að hlaup í Skaftá hefjist á næstu þremur sólahringum samkvæmt upplýsingum frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan hyggst funda vegna málsins síðar í dag til að meta stöðuna.   

„Það er ekki hafið hlaup í Skaftá en við erum búin að sjá breytingu í Eystri Skaftárkatlinum og það verður haldinn fundur hér í dag þar sem framvindan verður metin. Hlaupið mun líklega hefjast á einum til þremur sólarhringum. Það er eitthvað vatn að renna í Vatnajökli núna. Þetta verður því mögulega Skaftárhlaup,“ segir náttúruvásérfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Fréttablaðið í dag.

Síðast var Skaftárhlaup árið 2015. Hér að neðan má sjá myndskeið frá Veðurstofunni sem tekið var árið 2015 af Skaftárhlaupi við Sveinstind.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Stjórnmál

Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn

Sjávarútvegur

Fengu upp­sagnar­bréf á meðan þeir voru á sjó

Auglýsing

Nýjast

Leit að látnum gæti tekið vikur

Deila um ágæti samkomulags

Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum

Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda

Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga

Sjö hafa fallið á Gasasvæðinu

Auglýsing