Rennsl­i við Sveins­tind held­ur á­fram að lækk­a og er nú kom­ið nið­ur fyr­ir 600 m3/sek­únd­u sam­kvæmt til­kynn­ing­u frá Veð­ur­stof­unn­i. Þar kem­ur fram að rennsl­i við Eld­vatn hef­ur einn­ig far­ið lækk­and­i í nótt.

Enn er þó tals­vert í það að rennsl­i í Skaft­á nái jafn­væg­i og við­bú­ið er að hlaup­vatn muni hald­a á­fram að dreif­a úr sér um lág­lend­ið á næst­u dög­um.

„Þett­a er að klár­ast hægt og ró­leg­a. Þett­a er ekki búið alveg neðst niðr­i, en er að mest­u búið á lág­lend­i og við þjóð­veg­inn. Þett­a er alls ekki búið, en er að minnk­a,“ seg­ir Böðv­ar Sveins­son, nátt­úr­u­vá­r­sér­fræð­ing­ur hjá Veð­ur­stof­u Ís­lands.

Hann seg­ir að það sé ekki hægt að af­skrif­a alla hætt­u við þjóð­veg­inn því vatn­ið fari inn í hraun­ið og geti flætt út það­an.

Enn er í gild­i hætt­u­stig al­mann­a­varn­a sem sett var á um helg­in­a. Böðv­ar seg­ir að það verð­i fund­að, að vand­a með al­mann­a­vörn­um klukk­an 14 í dag og þang­að til verð­i fylgst með stöð­unn­i og þró­un hlaups­ins.

„Það er enn hætt­u­stig því það er ekki búið að af­skrif­a að það komi enn vatn inn á lág­lend­i,“ seg­ir Böðv­ar að lok­um.

Allt með kyrrum kjörum í nótt

Björn Ingi Jóns­son, verk­efnis­stjóri Al­manna­varna á Suður­landi, segir að það sé allt með kyrrum kjörum og hafi verið það í nótt en hann er á Suðurlandi og hefur fylgst með hlaupinu undanfarna daga.