Banda­rískur þing­maður birti jóla­mynd af sér og fjöl­skyldu sinni á Twitter þar sem sjá má sjö með­limi fjöl­skyldunnar skæl­brosandi haldandi á byssum. Myndin þykir mjög um­deild sér­stak­lega í ljósi þess að hún birtist einungis nokkrum dögum eftir að fjögur ung­menni voru myrt af hinum 15 ára gamla Et­han Crumbl­ey í skot­á­rás í mennta­skóla í Michigan.

„Gleði­leg jól! P.S. Sveinki, komdu vin­sam­legast með skot­föng,“ skrifaði Thomas Massi­e, þing­maður í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings frá Ken­tucky við myndina.

Massi­e, sem er repúblikani og full­trúi kjör­dæmis sem er yfir­máta rautt, stillti sér upp fyrir myndina á­samt sex fjöl­skyldu­með­limum sem héldu öll á mis­munandi skot­vopnum sem líkjast meðal annars M60, hríð­skota­byssu, AR-15 hálf­sjálf­virkum riffli og Thomp­son vél­byssu.

Kosninga­stjóri Massi­e hefur ekki svarað beiðni Reu­ters frétta­stofunnar um að veita um­mæli.

Ekki allir í Kentucky hálfvitar

John Yar­muth, eini full­trúi demó­krata frá Ken­tucky á Banda­ríkja­þingi, hefur for­dæmt mynd­birtingu kollega síns.

„Ég er nógu gamall til að muna eftir því þegar repúblikanar öskruðu að það væri ó­nær­gætið að reyna að vernda fólk frá byssu­of­beldi í kjöl­far harm­leikja. Núna hæðast þeir opin­ber­lega að barna­morðum eins og þeir hafi skorað mark. Skammar­legt,“ skrifaði Yar­muth á Twitter.

„Ég lofa því að það eru ekki allir í Ken­tucky ó­nær­gætnir hálf­vitar,“ bætti hann við.

Skot­á­rásin í Ox­ford, Michigan í síðustu viku hefur vakið heims­at­hygli en fjögur ung­menni létust í á­rásinni auk þess sem kennari og sex aðrir nem­endur særðust. Et­han Crumbl­ey framdi morðin með byssu sem for­eldrar hans keyptu á Black Fri­day út­sölu og gáfu honum í jóla­gjöf.

James og Jenni­fer Crumbl­ey hafa verið á­kærð fyrir aðild að morðinu og mann­dráp af gá­leysi vegna gjafarinnar en þau voru hand­tekin í gær eftir að hafa reynt að flýja lög­reglu­yfir­völd.