Fanginn Samuel Litt­le er nú opin­ber­lega talinn vera skæðasti rað­morðingi í sögu Banda­ríkjanna, að því er fram kemur í til­kynningu frá FBI. Hinn 79 ára Litt­le af­plánar nú fjölda lífs­tíðar­dóma í Kali­forníu en hann hefur verið bak við lás og slá síðan árið 2012.

Litt­le hefur játað að hafa kyrkt 93 konur frá árinu 1970 til ársins 2012 þegar hann var handtekinn. Yfir­völdum í Banda­ríkjunum hefur þegar tekist að stað­festa yfir fimm­tíu játningar Litt­le. Í yfir­lýsingu FBI í gær kom fram að stofnunin teldi allar játningar fangans vera trú­verðugar. Litt­le hefur undan­farna mánuði verið sam­vinnu­þýður en talið er að það sé vegna hrakandi heilsu hans.

Hér má sjá nokkrar af teikningum Little en flest fórnarlömb hans voru dökkar konur.
Mynd/AP

Konur á jaðri sam­fé­lagsins

Fórnar­lömb Litt­le voru flest konur sem voru á jöðrum sam­fé­lagsins, störfuðu margar sem vændis­konur eða voru fíklar. Upp­runa­lega var talið að fjöldi kvennanna hefði látist vegna of­neyslu fíkni­efna. Morðað­ferð Litt­le var að slá konurnar niður og kyrkja þær svo.

Í febrúar birti Banda­ríska al­ríkis­lög­reglan teikningar Litt­le, sem hann sagði vera af fórnar­lömbum hans. Um er að ræða litaðar myndir sem Litt­le teiknaði í fangelsi og sýna þær flestar konur sem eru dökkar á hörund. Með því að birta myndirnar vonaðist FBI til að fjöl­skyldu­með­limir fórnar­lambanna gætu borið kennsl á þær. Teikningarnar hafa nú þegar borið árangur en þrjú morð voru tengd við Litt­le í kjöl­far birtinganna.

Tímalína af myndum af Little sem teknar voru við handtökur hans.
Mynd/FBI

Birtu mynd­skeið af Litt­le

FBI vinnur nú að því að sann­reyna fleiri játningar Litt­le og birti í gær yfir­lýsingu sem inni­hélt um­fangs­miklar upp­lýsingar um fimm ó­upp­lýst morð. Með yfir­lýsingu fylgdu mynd­skeið þar sem Litt­le lýsir morðunum fimm.

Mynd­böndin má sjá hér að neðan:

Little lýsir morði á Marianne sem átti sér stað árið 1972.

Hér segir Little fórnarlamb sitt hafa litið vel út og sagði hana hafa verið vinalega.

Little ræðir morð sem átti sér stað árið 1984.

Það er uggandi að sjá hvernig Little talar um fórnarlömb sín. ,,Ég elskaði hana" segir Little um konu sem hann myrti árið 1992 eða 1993.

Little ræðir við starfsmann FBI um morð sem átti sér stað árið 1993.