„Stórar faraldsfræðilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum benda til þess að skimanir fyrir brjóstakrabbameini með brjóstamyndatökum bæti ekki lífslíkur þeirra kvenna sem taka þátt í þeim.“

Þannig hefst grein Ástríðar Stefánsdóttur, læknis og dósents í hagnýtri siðfræði Háskóli Íslands í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.

Tilefnið eru þær breytingar sem heilbrigðisráðherra boðaði á hækkun skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameini. Greinin ber yfirskriftina; „Hvers vegna á ekki að skima konur á aldrinum 40-49 ára fyrir brjóstakrabbameini?“

Skaðsemin lítið rædd

Áleitnar spurningar eru uppi um réttmæti brjóstaskimana og sumir jafnvel lagt til að hætta eigi skimun á einkennalausum konum sem ekki eru í áhættuhópum, bendir Ástríður á. Hún nefnir hættuna á ofgreiningum en eins og áður komið hefur en það er ein helsta röksemd opinbers skimunarráðs fyrir því að hækka skimunaraldurinn í 50 ár. Skimanir séu gagnlegar en alls ekki skaðlausar, um skaðsemina hafi ekki nóg verið rætt.

Mynd/Læknablaðið. Ástríður Stefánsdóttir læknir og dósent í hagnýtri siðfræði Háskóli Íslands

Með „ofgreiningum“ er vísað til greininga á meinum í almennri skimun sem aldrei hefðu leitt til sjúkdóms eða ótímabærs dauða hjá einstaklingnum, segir í greininni og því mun viðkomandi þjást vegna vitneskjunnar, það auki andlegt álagi með hærri tíðni alvarlegra geðvandamála og hjarta- og æðasjúkdóma.

„Það að fá óþarfa greiningu er alvarleg aukaverkun. Slík reynsla hefur áhrif á líf konunnar það sem eftir er ævinnar“, segir Ástríður.

Einni bjargað af 2100

Ástríður nefnir dæmi um ofgreiningar í Kanada. Þar þar í landi sé áætlað að fyrir hverjar 2100 konur sem skimaðar eru fyrir brjóstakrabbameini annað hvert ár, á aldrinum 40-49 ára, megi gera ráð fyrir að einu lífi sé bjargað frá því að deyja úr brjóstakrabbameini, en á móti séu 700 konur með falskt jákvæða niðurstöðu úr skimun, 75 af þeim fara í sýnatöku og að minnsta kosti 10 fara í brjóstnám og meðferð við krabbameini að óþörfu, segir enn fremur í greininni.

„Ekki er lengur deilt um að ofgreiningar eru raunverulegar“, skrifar Ástríður en erfitt að meta hve stór hluti almennra skimana á einkennalausum konum þær eru.

Upplýsingar til kvenna nauðsynlegar

Hún segir að heilbrigðar og einkennislausar konur þurfi að geta tekið upplýsta ákvörðun um að fara í skimun og vera meðvitaðar um þann ávinning og þann mögulega skaða sem skimun felur í sér.

Ástríður segir þetta ekki einvörðungu snúast um staðreyndir, heldur siðferðilegar og pólitískar spuringar. „Hvers virði er eitt mannslíf? Hversu mikill er skaðinn sem sjúkdómsgreining að óþörfu veldur? Hvað er rétt að kosta miklu til ef vafi leikur á ágóða af lýðheilsuaðgerð?“ Með hækkun á skimunaraldri í 50 ár taki íslensk heilbrigðisyfirvöld undir mat flestra annarra Evrópuþjóða.

Brjóstaskimun færist inn til Landsspítala við Eiríksgötu í apríl. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari