Sjúkratryggingar Íslands munu reyna að leita lausnar í máli Sæ­vars Inga Ör­lygs­sonar, ní­tján ára drengs sem var synjað um niðurgreiðslu til að ljúka með­ferð vegna skarðs í gómi.

Sjúkratryggingar höfðu samband við Elínu Maríu Óladóttur, móður Sævars, í kjölfar fréttaflutnings um málið. Sævari var boðið að koma í endurmat með það að markmiði að finna ásættanlega lausn í málinu.

„Ég er rosalega ánægð með það að fá viðbrögð og ómetanlegan stuðning frá öllum í kringum mig,“ segir Elín. „Ég held að við séum í ágætum málum eins og staðan er núna.“

Elín segir að Sævari hafi verið boðið endurmat hjá Tannlæknadeild Háskóla Íslands og í kjölfarið yrði fundin ásættanleg lausn á málinu.

Að sögn Elínar var upprunalega ákveðið að halda niðurgreiðslum ekki áfram þar sem talið var að tannréttingalæknir Sævars væri að fresta aðgerðunum um of langan tíma. Reynir ætli þó að skoða málið.

„Þannig að það hafði áhrif að kasta þessu í blöðin,“ segir Elín. „Eitthvað verður maður kannski að gera til að kveikja á þessu.“

Elín segir að það hafi tekið allt síðasta ár að reyna að fá meðferðina tryggða, meðal annars kærði hún niðurstöðu Sjúkratrygginga til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin felldi synjun Sjúkratrygginga um framlengingu en gaf ekki frekari leiðbeiningar.

Þá segist Elín hafa verið ósátt við svör heilbrigðisráðuneytisins um að það teldi sig ekki geta aðhafst neitt í einstaka málum.

Tannlæknadeild Háskóla Íslands faglegt mat í hverju tilviki