Sjúkr­a­trygg­ing­ar Ís­lands hafa kraf­ið lækn­i á Hand­lækn­a­stöð­inn­i, sem svipt­ur var lækn­ing­a­leyf­i af land­lækn­i vegn­a ó­nauð­syn­legr­a að­gerð­a á sjúk­ling­um, um fjög­urr­a millj­ón krón­a end­ur­greiðsl­u vegn­a að­gerð­a sem fylgd­u ekki regl­um sem gild­a um end­ur­greiðsl­ur. Þett­a kem­ur fram á ruv.is.

Þar er rætt við Mar­í­u Heim­is­dótt­ur, for­stjór­a Sjúkr­a­trygg­ing­a Ís­lands, sem seg­ir að mál­ið sé mjög sorg­legt þar sem það hafi ógn­að ör­ygg­i sjúk­ling­a sem leit­uð­u lækn­ing­a hjá lækn­in­um, það sé að­al­at­rið­ið. „Ekki það hvort að það hafi ver­ið mis­far­ið eða rang­leg­a inn­heimt hjá okk­ur, þó að það sé mjög al­var­legt líka,“ seg­ir hún. Mál­ið sýni einn­ig hve gott eft­ir lit er með heil­brigð­is­þjón­ust­u hér.

Hún seg­ir stjórn­end­ur Hand­lækn­a­stöðv­ar­inn­ar og Em­bætt­i land­lækn­is hafa tek­ið mál­ið föst­um tök­um. Stjórn­end­ur Hand­lækn­a­stöðv­ar­inn­ar hafi gert við­vart um mál­ið sem hafi ver­ið á­byrgt af þeirr­a hálf­u.