Fé­lags­fundur sjálf­stætt starfandi sjúkra­þjálfara sem haldinn var á mánu­dag sam­þykkti á­lyktun þess efnis að þau muni ekki starfa eftir út­runnum ramma­samningi um sjúkra­þjálfun frá og með þriðju­deginum 12. nóvember 2019

Fram kemur í til­kynningu frá þeim að ramma­samningur sjúkra­þjálfara við Sjúkra­tryggingar Ís­lands (SÍ) hafi runnið út við lok janúar­mánaðar á þessu ári en hafi frá þeim tíma verið fram­lengdur ein­hliða af SÍ án þess að leið­rétta í sam­ræmi við verð­lag.

„Í hverjum mánuði sem líður tapa sjúkra­þjálfarar stórum fjár­hæðum og litlar vonir eru um að það fáist bætt. SÍ hafa aug­lýst út­boð á sjúkra­þjálfun á höfuð­borgar­svæðinu án nokkurs sam­ráðs við sjúkra­þjálfara sem veit­endur þjónustunnar,“ segir í til­kynningu.

Eftir mikla gagn­rýni frá Fé­lagi sjúkra­þjálfara á­kvað SÍ að fresta út­boðinu til 15. janúar en segir í til­kynningu að ekki sé hægt að sjá að verið sé að vinna að nauð­syn­legum úr­bótum á skil­yrðum út­boðsins.

„Staðan er ó­á­sættan­leg. Út­boð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkra­þjálfarar skað­legt fyrir sjúkra­þjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hags­munum not­enda sjúkra­þjálfunar og fag­þróun sjúkra­þjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Fé­lag sjúkra­þjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hag­kvæma þjónustu við skjól­stæðinga sjúkra­þjálfara. Endur­skoða verður kröfur til þjónustunnar, gæða­mat og fjár­hæðir,“ segir í til­kynningu.

„Laga­frum­varpið, byggt á EES-til­skipun, var samið í fjár­mála­ráðu­neytinu og fór til um­fjöllunar í fjár­laga­nefnd og um­sagnar hjá Ríkis­kaupum, Sam­tökum at­vinnu­lífsins, Við­skipta­ráði og sveitar­fé­lögum, en það var ekki sent vel­ferðar­nefnd Al­þings, Sjúkra­tryggingum Ís­lands, heil­brigðis­stofnunum, fag­stéttum heil­brigðis­starfs­manna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heil­brigðis­þjónustu,“ segir í til­kynningunni.

Því segir að „við þessar að­stæður“ sjái sjúkra­þjálfarar sér ekki fært að starfa eftir þessum að­stæðum og ætli sér því að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir út­runnum ramma­samningi við Sjúkra­tryggingar Ís­lands um ó­á­kveðinn tíma.

Fé­lagið skorar á stjórn­völd að endur­skoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til fram­tíðar í mikil­vægri þjónustu við skjól­stæðinga sjúkra­þjálfara.

Tekið er fram í lok til­kynningar að þrátt fyrir þessa stöðu séu sjúkra­þjálfarar til­búnir til að vera á­fram í raf­rænum sam­skiptum við SÍ hvað varðar lög­bundnar endur­greiðslur til sjúkra­tryggðra.

Tilkynning er aðgengileg hér.