Innlent

Sjúkrabíll komst ekki að heimili fárveiks manns

Eldri maður, sem býr innan borgarmarka Reykjavíkur, þurfti sjálfur að koma á bíl til móts við sjúkrabíl, þar sem óbrúuð á er skammt frá heimili hans. Þar treystu sjúkraflutningamenn sér ekki yfir.

Hér sést hvar Þverárkot er, við Esjurætur. Mynd/Map.is

Sjúkrabíll komst á föstudaginn ekki að heimili fárveiks eldri manns, sem býr við rætur Esjunnar, innan borgarmarka Reykjavíkur. Óbrúuð á, Þverá, er skammt frá heimili hans. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Íbúinn Sveinn Sigurjónsson leið út af á föstudag en tókst að skríða inn í stofu og hringja í dóttur sína. Hún hringdi í Neyðarlínuna. Þegar sjúkrabíll var að nálgast kom hann að ánni en treysti sér ekki yfir vaðið. Haft er eftir dóttur hans að hún hefði gert ráð fyrir að upplýsingar um aðstæður lægju fyrir hjá Neyðarlínunni.

Svo fór að Sveinn, sem er áttræður, kom sjálfur yfir ána á sínum bíl, í stað þess að bíða eftir stærri sjúkrabíl sem kæmist yfir. Morgunblaðið segir að Sveinn hafi verið fárveikur en sé nú á batavegi. Til standi að leggja ræsi yfir Þverá, jafnvel í þessum mánuði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing