Mikið var að gera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í vatnsveðrinu í gær. Samkvæmt tilkynningu frá slökkviliðinu þurfti að fara í mörg útköll, meðal annars vegna vatnsleka.
Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í 37 verkefni en af þeim voru 32 vatnslekar sem flestir tengdust veðrinu.
Þá segirað í nótt hafi verið fimm útköll. „Brunakerfi sem fór í gang vegna eldamennsku, tvö brunakerfi fóru í gang vegna bilunar, heitavatnsleki á skemmtistað í miðbænum og kaldavatns leki,“ segir í tilkynningunni.
Fram kemur að sjúkrabílar hafi verið boðaðir í 137 verkefni en af þeim voru 27 forgangsverkefni.