Sjúk­lingur sem var inni­liggjandi á hjarta­deild Land­spítalans greindist með Co­vid-19 veiruna fyrr í kvöld. „Ekki liggur fyrir hvernig um­ræddur sjúk­lingur smitaðist, en þó liggur fyrir að við­komandi smitaðist inni­liggjandi á hjarta­deild,“ segir Stefán Hrafn Haga­lín, upp­lýsinga­full­trúi Land­spítalans í til­kynningu. Sjúklingurinn dvelur nú á heimili sínu í einangrun.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá fyrr í kvöld greindist smitið á á hjarta­deild 14EG. Lokað hefur verið fyrir inn­lagnir á hjarta­deild, en bráðum inn­lögnum hjarta­sjúk­linga verður sinnt á öðrum legu­deildum.

„Far­sóttar­nefnd Land­spítala kom þegar í stað saman á­samt stjórn­endum hjarta­deildar.“ Á­kveðið var að grípa víð­tækra ráð­stafana. Meðal annars verða allir 32 sjúk­lingar deildarinnar skimaðir á­samt öllu starfs­fóli, sem er á annað hundrað manns. Einnig var haft sam­band við að­stand­endur.

„Þessar að­gerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur,“ í­trekar Stefán í til­kynningunni.

Aðgerðum frestað

Öllum val­kvæðum að­gerðum og göngu­deildar­heim­sóknum á hjarta­deild á morgun hefur verið frestað vegna smitsins. Búist er við því að frekari upp­lýsingar um starf­semi hjarta­deildar verði kynntar næstu daga.

„Alltaf er hætta á því í heims­far­aldri eins og vegna Co­vid-19, að smit komi upp á ein­stökum deildum með þessum hætti, jafn­vel þótt ýtrustu sótt­varna og fyllstu var­úðar og öryggis sjúk­linga sé gætt,“ segir í til­kynningunni.

„Margir tugir og jafn­vel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Land­spítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í sam­fé­laginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoð­deildum spítalans. Sömu­leiðis eru heim­sóknir að­stand­enda leyfðar upp að vissu marki.“