Um­fangs­miklar skimanir fyrir Co­vid-19 hafa farið fram undan­farna daga á Landa­koti og á hjarta­deild Land­spítala. Einn sjúk­lingur greindist til við­bótar með Co­vid-smit á Landa­koti og alls hafa því sjö sjúk­lingar þar greinst á síðast­liðnum dögum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá far­sóttar­nefnd spítalans. Þar segir að allt kapp sé á lagt að tryggja mönnun á öllum deildum hans.

Land­spítali starfar á neyðar­stigi og nú eru Co­vid-sjúk­lingar inni­liggjandi á sjö legu­deildum og báðum gjör­gæslu­deildum.

Alls eru 46 inni­liggjandi á spítalanum með Co­vid-19. Þar af eru 33 í ein­angrun og þrettán lausir úr ein­angrun á ýmsum deildum hans. Sjö eru á gjör­gæslu, tveir í öndunar­vél. Sex bættust við í gær og fimm voru út­skrifaðir.

Í fjar­þjónustu Co­vid-göngu­deildar eru 7.941, þar af 2.738 börn. Gulir eru 153 og einn rauður sam­kvæmt flokkunar­kerfi spítalans.

Fjöldi starfs­manna Land­spítala er í ein­angrun, alls 138 og 109 í sótt­kví.

„Unnið er sleitu­laust að því að manna allar einingar. Mönnun CO­VID deilda og gjör­gæslu­deilda er stöðug á­skorun og er vinnu­fram­lag stjórn­enda fjöl­margra eininga for­dæma­laust“, segir í til­kynningunni.

Vísir greinir frá að gríðar­legt álag hafi verið á bráða­deild spítalans í Foss­vogi í dag og eru hálku­slys helsta á­stæðan. Rætt er við Hjalta Má Björns­son, yfir­lækni á bráða­mótt­tökunni sem segir þangað leita fólk á öllum aldri vegna höfuð­högga og bein­brota.

„Á­lagið hefur verið mikið vegna þessara slysa. Núna þessa stundina erum við með tuttugu og sjö til með­ferðar á deildinni sem hafa lent í hálku­slysum,“ segir Hjalti Már. Hann hvetur fólk til að fara var­lega enda er hálka mikil á höfuð­borgar­svæðinu.