„Ég er bú­inn að hjól­a um 700 kíl­ó­metr­a núna,“ seg­ir Sig­urð­ur Guðn­i Guð­jóns­son, hæst­a­rétt­ar­lög­mað­ur, sem stadd­ur var á Egils­stöð­um í gær þeg­ar Frétt­a­blað­ið náði tali af hon­um. Þang­að hafð­i hann hjól­að alla leið frá Reykj­a­vík og hyggst hjól­a hring­inn í kring­um Ís­land.

Sig­urð­ur er ekki að hjól­a hring­inn í kring­um land­ið í fyrst­a sinn. „Ég gerð­i þett­a síð­ast fyr­ir tíu árum þeg­ar ég var sex­tug­ur og nú er ég að verð­a sjö­tug­ur þann­ig að ég á­kvað að próf­a hvort ég gæti þett­a aft­ur,“ seg­ir hann.

„Ég lagð­i af stað á mið­vik­u­dag­inn fyr­ir viku og ætla að reyn­a að vera kom­inn aft­ur til Reykj­a­vík­ur á föst­u­dag­inn,“ seg­ir Sig­urð­ur. Síð­ast þeg­ar hann hjól­að­i hring­inn fór Sig­urð­ur rang­sæl­is í kring­um land­ið svo nú á­kvað hann að fara norð­ur­leið­in­a.

Hann hjól­ar um 115-180 kíl­ó­metr­a á dag og á um það bil 20 kíl­ó­metr­a hrað­a. Með Sig­urð­i í för eru kona hans, dótt­ir og dótt­ur­son­ur sem keyr­a svip­að­a leið og hann hjól­ar, kvöld­in nýta þau svo í að njót­a þess sem land­ið hef­ur upp á að bjóð­a.

Borð­ar helst hnet­ur og rús­ín­ur

„Ég hjól­a í svon­a einn og hálf­an til tvo tíma í einu og stopp­a svo til að borð­a,“ seg­ir Sig­urð­ur og bæt­ir við að hann borð­i mest af hnet­um og rús­ín­um. „Og ein­hverj­u svon­a ork­u­rík­u. Svo drekk ég ó­end­an­leg­a af ork­u­drykkj­um.“

Sig­urð­ur hef­ur stopp­að á Blönd­u­ós­i, Akur­eyr­i og Mý­vatn­i á leið sinn­i og var á Egils­stöð­um í gær. Næst­a stopp var Djúp­i­vog­ur, þang­að stefnd­i Sig­urð­ur á að hjól­a leið­in­a um Öxi og nið­ur í Ber­u­fjörð. „Ég er með tvö hjól með mér, núna þeg­ar ég fer yfir Öxi sem er ó­mal­bik­uð þá er ég á gróf­um dekkj­um ann­ars er ég á göt­u­hjól­i,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Sig­urð­ur hjól­að­i leið­in­a um Öxi í gær á leiðnn­i á Djúp­a­vog.
Mynd/Aðsend

Að­spurð­ur seg­ist Sig­urð­ur stolt­ur af hjól­a­ferð­inn­i sem þó hafi ekki ver­ið auð­veld all­an tím­an. „Það er búið að vera trufl­að veð­ur, sól og blíð­a. Það mun­ar ros­a­leg­a mikl­u. Mað­ur get­ur horft leng­i og vel á nátt­úr­un­a og alla feg­urð­in­a,“ seg­ir hann og nefn­ir dæmi um feg­urð Dyr­fjall­a og Herð­u­breið­ar.

„Það var samt ansi erf­itt í gær [fyrr­a­dag] vegn­a þess að það var svo mik­ill vind­ur á móti mér frá Mý­vatn­i á Egils­stað­i, bara af því það hef­ur ver­ið svo mik­il sól og hiti þá verð­ur svo mik­il haf­gol­a, hún var hel­vít­i hvöss við Jök­uld­al­inn,“ seg­ir Sig­urð­ur.

„En þett­a verð­ur bara betr­a og betr­a með aldr­in­um,“ bæt­ir hann við að lok­um.